Cubus cosmetic vinnuborð 800
CUBUS vinnuborðin eru einstaklega hentug og þægileg í vinnu við fótaaðgerðir og snyrtingar. Borðin eru bæði falleg og fagleg í útliti. Hægt að velja mismunandi skúffur í borðin. Breidd 80 cm x Hæð 90 cm x Dýpt 51 cm
Borðin er hægt að setja saman á ýmsa vegu og hægt er að fá hina ýmsu aukahluti á borðin eins og t.d UV-sótthreinsiskúffu, ruslafötur, skálar, bakka, lampastatíf og margt fleira. Borðin koma í þrem mismunandi breiddum: 40, 60 & 80 cm.
Borðin eru fáanleg í mismunandi litum.
Sérstök hönnun á borðum þar sem allar rafmagnssnúrur eru inni í borðinu en ekki á gólfi. Aðalrofi á afturhlið Cubus gerir kleift að kveikja og slökkva á öllum tækjum.
Yfirborðið á borðunum er sérstaklega hannað með það í huga að viðhalda hreinlæti og mjög auðvelt að þrífa.
Verðin á borðunum getur verið mismunandi eftir því hvaða aukahlutir eru valdir með.